Um EKTA
EKTA - Icelandic food experience er Meistaraverkefni Guðnýjar Hilmarsdóttur í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Leiðbeinandi hennar var Anna Hildur Hildibrandsdóttir en verkefnið var einnig valið til þátttöku í Virkjum hugvitið á vegum Íslenska Ferðaklasans, Atvinnuvegaráðuneytisins, Icelandic Startups, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu. Með EKTA er markmiðið að auðvelda ferðalöngum, jafnt íslenskum sem erlendum, að finna veitingastaði sem leggja áherslu á íslenska matarmenningu og mat úr héraði.
Skrásett vörumerki
EKTA er skrásett vörumerki frá 1.desember 2019 af Hugverkastofu og er nafnið dregið af hugmyndafræði verkefninsins sem leggur áherslu á ekta íslenska matarmenningu. Merkið sýnir hvernig leggja mætti landið sér til munns og samanstendur af landfræðilegu útliti og borðbúnaði.
Hvaða veitingastaðir eru í EKTA?
EKTA vekur athygli á þeim veitingastöðum sem leggja áherslu á íslenska matarmenningu eða mat úr héraði. Listinn er ekki tæmandi og ef þú hefur ábendingu um veitingastaðavalið máttu gjarnan senda póst á EKTA
Eitthvað sem betur má fara?